Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Gyða Kristín Gunnarsdóttir úr Stjörnunni er sterkasti leikmaður 16. umferðar í Bestu deild kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún skoraði bæði tvö og lagði upp tvö þegar Stjarnan kom sér upp í fimmta sæti með 4-1 sigri á Þór/KA.
„Átti frábæran leik í dag, síógnandi fram á við, skoraði tvö mörk og var með tvær stoðsendingar," skrifaði Snæbjört Pálsdóttir í skýrslu sinni frá leiknum.
„Átti frábæran leik í dag, síógnandi fram á við, skoraði tvö mörk og var með tvær stoðsendingar," skrifaði Snæbjört Pálsdóttir í skýrslu sinni frá leiknum.
Gyða Kristín ræddi svo við Snæbjörtu eftir leikinn.
„Mér fannst við spila leikinn bara mjög vel og áttum sigurinn skilið," sagði Gyða eftir leikinn.
Staðan í hálfleik var 1-1 en Stjarnan tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk til viðbótar. Fengu þær einhverja ræðu í hálfleik?
„Já bara að halda áfram, halda áfram að keyra á þær. Breyttum aðeins pressunni okkar, af því að þær breyttu sínu skipulagi, voru með þrjá í vörn þannig að við settum fleiri fram og bara keyrðum á þær."
Gyða skartaði svakalegu glóðarauga þegar hún ræddi við Snæbjörtu eftir leik, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Hún fékk boltann í andlitið eftir tíu mínútur en hélt áfram og átti stórkostlegan leik.
„Það má segja að ég hafi vaknað aðeins við þetta," sagði Gyða létt við Vísi eftir leikinn.
Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
12. umferð - Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
13. umferð - Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
14. umferð - Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Linda Líf Boama (Víkingur R.)
Athugasemdir