Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyökeres gæti misst af leikjum út af dómsmáli
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: Arsenal
Sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres gæti misst af leikjum með Arsenal út af dómsmáli í heimalandi hans, Svíþjóð.

Umboðsmaður Gyökeres, Hasan Cetinkaya, höfðaði mál gegn tveimur sænskum fjölmiðlum, Fotboll Sthlm og Expressen, eftir að þeir héldu því fram að hann og umboðsskrifstofa hans væru með tengsl við undirheimana.

Núna hefur verið greint frá því að Gyökeres þurfi að fara heim til Svíþjóðar í febrúar á næsta ári og bera vitni í málinu. Hann gæti vegna þess misst af leikjum með Arsenal.

Cetinkaya er stærsti umboðsmaðurinn í Svíþjóð en fjölmiðlarnir tveir héldu því fram að menn með tengsl við undirheimana tækju þátt í því að finna leikmenn fyrir umboðsskrifstofu hans.

Cetinkaya hefur neitað þessu öllu saman og hefur núna höfðað mál gegn þessum tveimur fjölmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner