Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís lék allan leikinn gegn Gotham
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gotham 3 - 1 Angel City
0-1 K. Fuller ('3)
1-1 Gabi Portilho ('47)
2-1 R. Lavelle ('51)
3-1 J. Howell ('68)

Sveindís Jane Jónsdóttir og Mary Alice Vignola byrjuðu á sitthvorum kantinum þegar Angel City heimsótti Gotham FC í bandaríska kvennaboltanum.

Sveindís og stöllur tóku forystuna snemma leiks og héldu forystunni þar til í upphafi síðari hálfleiks.

Heimakonur í liði Gotham snéru stöðunni við með því að skora þrjú mörk svo lokatölur urðu 3-1 eftir nokkuð jafna viðureign.

Liðin eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og er Gotham fjórum stigum fyrir ofan Angel City eftir sigurinn í gærkvöldi.

Gotham er með 27 stig eftir 19 umferðir. Angel City er þremur stigum frá umspilssæti þegar sjö umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Athugasemdir