
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, mætti á Ölver fyrir fyrsta heimaleik sinn sem landsliðsþjálfari og ræddi þar við stuðningsmenn.
Miðað við það sem kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag er óhætt að segja að það hafi heppnast vel.
Miðað við það sem kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag er óhætt að segja að það hafi heppnast vel.
„Arnar Gunnlaugsson á Ölver fyrir leik, 'holy Jesus'. Það var rosalegt," sagði Tómas Þór Þórðarson sem stýrði umræðunum með Arnari á Ölver.
„Ef að einhverjir eru með viti þá láta þeir mig fara og láta hann sjá um þetta einan. Hann þarf á engum að halda. Hann var með klippur frá æfingum og hvernig þeir færa þetta inn í leiki. Þetta var ótrúlegt," bætti Tómas við.
„Þeir sem mættu á Ölver fengu bara konfekt fyrir leik," sagði Elvar Geir Magnússon.
Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir