Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, gagnrýndi keppinauta sína í Bodö/Glimt á dögunum þegar þeir reyndu að kaupa miðjumanninn Felix Horn Myhre rétt fyrir gluggalok.
„Bodö/Glimt heldur að félagið geti komið á lokadegi gluggans og keypt besta miðjumann Noregs fyrir þriðjung eða fjórðung af því sem þeim var boðið fyrir Patrick Berg. Það er mjög hrokafullt," sagði Freyr.
„Bodö/Glimt heldur að félagið geti komið á lokadegi gluggans og keypt besta miðjumann Noregs fyrir þriðjung eða fjórðung af því sem þeim var boðið fyrir Patrick Berg. Það er mjög hrokafullt," sagði Freyr.
„Við seljum ekki leikmenn til Bodö/Glimt," bætti Freyr við.
Freyr var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag þar sem hann var spurður út í þetta.
„Þeir gera það sem þeir vilja og allt í góðu. Þeir mega alveg haga sér eins og þeir vilja en ég má líka segja hvað mér finnst um það," sagði Freyr.
„Það er ekki rosalega norskt að þeir sem eru á toppnum séu látnir heyra það. Þeir eru ákveðnum stalli í norskum fótbolta. Það var bara ekkert í boði að koma svona fram við okkur. Við stóðum sterkt í gegnum þetta og kláruðum þetta eins og við vildum gera það."
„Sem betur fer erum við komnir í þá stöðu að við getum stjórnað svona atburðarrás sjálfir."
Bodö/Glimt fór í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fyrra og er komið í Meistaradeildina núna. Það má eiginlega lýsa þessu sem hinu nýja Rosenborg.
„Þeir eru það. Það má alveg segja það. Við höfum farið á eftir ákveðnum leikmönnum sem þeir hafa síðan keypt. Ef þú lendir í kapphlaupi við þá á leikmannamarkaðnum þá geturðu bara gleymt því. Við höfum fullt af hlutum sem eru mjög heillandi en við getum ekki keppt við þá um peninga. Það mun taka okkur tíma að komast þangað," sagði Freyr.
Athugasemdir