Argentínumaðurinn ungi Franco Mastantuono var í byrjunarliði Argentínu í 3-0 sigri gegn Venesúela í forkeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM.
Messi skoraði tvennu í sigrinum en þetta var líklega hans síðasti heimaleikur með argentínska landsliðinu. Messi virðist ætla að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM á næsta ári, eða í það minnsta hætta að spila með liðinu í hinum ýmsu undankeppnum. Mögulegt er að þessi stórstjarna muni þó gefa kost á sér fyrir fleiri stórmót í framtíðinni ef líkaminn leyfir.
„Það var draumur lífs míns að spila með Messi á heimavelli River Plate, þetta er ótrúleg stund fyrir mig. Messi hefur verið átrúnaðargoðið mitt síðan ég var barn," sagði Mastantuono eftir sigurinn gegn Venesúela.
Hinn bráðefnilegi Mastantuono skipti yfir til Real Madrid í sumar en öll stærstu félagslið Evrópu vildu fá hann í sínar raðir. Hann gat valið á milli Barcelona og Real Madrid en kaus að flytja til Madrídar frekar heldur en að feta í fótspor átrúnaðargoðsins.
Mastantuono er aðeins 18 ára gamall en er þegar búinn að spila tvo fyrstu A-landsleiki sína með Argentínu. Hann hefur alla tíð haldið með Real Madrid þrátt fyrir að líta svona mikið upp til Messi.
04.08.2025 09:30
„Mastantuono er ætlað að spila fyrir Real Madrid"
Athugasemdir