Yeray Alvarez, varnarmaður Athletic Bilbao, hefur verið settur í tíu mánaða bann af UEFA.
Hann féll á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.
Hann féll á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.
Hann fékk vægara bann þar sem UEFA taldi að hann hefði ekki tekið bannað efni viljandi.
Efnið sem hann tók á að vinna gegn hármissi en hann hefur verið að taka lyfið eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2016.
Yeray hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist mjög leiður en hann hafi aldrei ætlað að taka efni sem væri bannað. Hann getur snúið aftur á fótboltavöllinn í apríl á næsta ári.
Athugasemdir