Hollenski bakvörðurinn Denzel Dumfries er mikilvægur hlekkur í ógnarsterku liði Inter sem hefur farið tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á þremur árum.
Hann gæti þó verið byrjaður að hugsa um að færa sig um set og virðist áhugasamur um að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Dumfries var meðal annars orðaður við Manchester City og Barcelona í sumar eftir að fregnir um sérstakt riftunarákvæði rötuðu í fjölmiðla, en hann varð að lokum eftir hjá Inter.
„Mér líður vel hjá Inter og ég nýt mín í Serie A, en ég held að ég myndi líka standa mig vel í ensku úrvalsdeildinni," sagði Dumfries sem er staddur með hollenska landsliðinu þessa dagana.
„Ég er áhugasamur um að spila í úrvalsdeildinni, deild sem er þekkt fyrir að vera hröð. Þar er mjög hátt tempó og mikil ákefð, á meðan ítalska deildin er ein sú sterkasta þegar kemur að taktískum fótbolta."
Dumfries er með þrjú ár eftir af samningi sínum við Inter. Hann er 29 ára gamall og kom að 17 mörkum í 47 leikjum á síðustu leiktíð, spilandi sem vængbakvörður. Hann á 66 landsleiki að baki fyrir Holland.
02.07.2025 23:45
Einn besti vængbakvörður heims falur fyrir 25 milljónir evra
Athugasemdir