Fótboltasamband Aserbaídsjan hefur tilkynnt að U21 landsliðsþjálfarinn Aykhan Abbasov muni stýra liðinu í heimaleiknum gegn Úkraínu í undankeppni HM sem fram fer á morgun.
Eins og greint var frá um helgina var Fernando Santos látinn taka pokann sinn eftir 5-0 tapið gegn Íslandi en liðið vann ekki neinn af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði því.
Eins og greint var frá um helgina var Fernando Santos látinn taka pokann sinn eftir 5-0 tapið gegn Íslandi en liðið vann ekki neinn af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði því.
Santos er portúgalskur og gerði Portúgal að Evrópumeistara 2016 en hefur ekki vegnað vel í starfi síðustu ár.
Fjölmiðlamenn voru bálreiðir eftir tapið á Íslandi og þjörmuðu að Santos á fréttamannafundi eftir leikinn.
Athugasemdir