Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 09:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Sverrir Ingi: Auðvitað mikið högg að missa mann eins og hann út
Icelandair
Albert lagði upp mark á föstudaignn fyrir Guðlaug Victor með góðri hornspyrnu.
Albert lagði upp mark á föstudaignn fyrir Guðlaug Victor með góðri hornspyrnu.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Albert í leiknum gegn Aserum.
Albert í leiknum gegn Aserum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska landsliðið verður án Alberts Guðmundssonar þegar liðið mætir Frökkum á Prinsavelli í París annað kvöld. Albert er án vafa einn allra besti leikmaður liðsins og átti mjög góðan leik gegn Aserbaísjan á föstudag. Albert skoraði fjórða mark leiksins en meiddist á sama tíma.

Sverrir Ingi Ingason, byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu, var spurður út í Albert í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Klárlega að það er högg að missa Albert, Albert er einn af okkar bestu leikmönnum í dag og búinn að vera það undanfarin ár. Auðvitað mikið högg að missa leikmann eins og hann út en þetta er bara partur af fótboltanum. Vonandi nær hann sér bara sem fyrst og verður klár fyrir októberleikina. Við höfum verið að spila á mörgum leikmönnum í síðustu gluggum, höfum verið að reyna stækka hópinn. Þetta er krefjandi að þurfa að spila tvo mjög mikilvæga leiki á 3-4 dögum og við þurfum að geta treyst á leikmennina sem koma inn. Leikmennirnir sem komu inn á föstudaginn gerðu virkilega vel og það munu kannski verða leikmennirnir sem koma inn í liðið á þriðjudaginn. Við þurfum á öllum að halda í svona keppni og hópurinn tæklar þetta," sagði Sverri.

Ísak Bergmann Jóhannesson var svo spurður hvernig Ísland ætlaði að halda í boltann í leiknum, þar sem liðið verður eflaust talsvert minna með hann heldur en gegn Aserbaísjan.

„Við erum mjög vel æfðir í því að halda boltanum, við erum á mjög góðum stað með uppspilið. Núna fáum við alvöru próf í því að æfa varnarleikinn, munum verjast neðarlega á vellinum. Ég held að þessi leikur sé meira próf á varnarleikinn, en við verðum líka að aðlaga okkur að því að spila án Alberts, hann er gríðarlega góður leikmaður og við leitum mikið í hann, en við erum líka með marga aðra góða leikmenn," sagði Ísak.
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ísland 1 1 0 0 5 - 0 +5 3
2.    Frakkland 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Úkraína 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
4.    Aserbaísjan 1 0 0 1 0 - 5 -5 0
Athugasemdir
banner
banner