Kasper Hjulmand verður næsti stjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Hann tekur við starfinu af Erik ten Hag sem var rekinn eftir aðeins tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni.
Ten Hag tók við Leverkusen síðasta sumar en var rekinn eftir aðeins tvo leiki. Hollendingurinn, sem stýrði áður Manchester United, var ósáttur við brottreksturinn.
Ten Hag tók við Leverkusen síðasta sumar en var rekinn eftir aðeins tvo leiki. Hollendingurinn, sem stýrði áður Manchester United, var ósáttur við brottreksturinn.
Hjulmand hefur núna náð samkomulagi við Leverkusen og mun skrifa undir samning á næstu dögum.
Hann er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur en hætti þar í fyrra. Hjulmand var þar áður þjálfari Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en hann þekkir einnig til í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Mainz í nokkra mánuði milli 2014 og 2015.
Athugasemdir