
Selfoss sannaði yfirburði sína í 2. deild kvenna þegar liðið heimsótti ÍH í næstsíðustu umferð deildartímabilsins í gær.
Selfyssingar voru búnar að tryggja sér toppsæti deildarinnar fyrir leikinn og voru snöggar að taka forystuna.
Eva Lind Elíasdóttir skoraði á níundu mínútu og tvöfaldaði Björgey Njála Andreudóttir forystuna tíu mínútum síðar.
Meira var ekki skorað og urðu 0-2 lokatölurnar. Selfoss er búið að vinna 15 sinnum og gera 1 jafntefli hingað til á deildartímabilinu. Liðið tekur á móti Völsungi í lokaumferðinni.
ÍH er með tveggja stiga forystu á Völsung fyrir lokaumferðina og því nægir Hafnfirðingum jafntefli á útivelli gegn Fjölni í lokaumferðinni.
Tapi ÍH gegn Fjölni fær Völsungur tækifæri til að stela öðru sætinu með ólíklegum sigri á Selfossi.
Völsungur vann þá 4-3 gegn Fjölni í virkilega skemmtilegum slag þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Hildur Anna Birgisdóttir var atkvæðamest með tvennu í sigurliði Húsvíkinga sem eru ennþá með í baráttunni um 2. sætið.
Að lokum vann Dalvík/Reynir á útivelli gegn Álftanesi í neðri hluta deildarinnar.
ÍH 0 - 2 Selfoss
0-1 Eva Lind Elíasdóttir ('9 )
0-2 Björgey Njála Andreudóttir ('19 )
Völsungur 4 - 3 Fjölnir
1-0 Eva S. Dolina-Sokolowska ('8 )
1-1 María Eir Magnúsdóttir ('42 )
2-1 Hildur Anna Birgisdóttir ('44 )
2-2 Oliwia Bucko ('51 )
2-3 Kristín Gyða Davíðsdóttir ('59 )
3-3 Hildur Anna Birgisdóttir ('85 )
4-3 Berta María Björnsdóttir ('89 )
Álftanes 0 - 2 Dalvík/Reynir
0-1 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('18 )
0-2 Aníta Ingvarsdóttir ('53 )
2. deild kvenna - A úrslit
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 16 | 15 | 1 | 0 | 64 - 10 | +54 | 46 |
2. ÍH | 16 | 11 | 2 | 3 | 75 - 23 | +52 | 35 |
3. Völsungur | 16 | 11 | 0 | 5 | 54 - 36 | +18 | 33 |
4. Fjölnir | 16 | 6 | 2 | 8 | 34 - 44 | -10 | 20 |
2. deild kvenna - B úrslit
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Sindri | 16 | 8 | 3 | 5 | 40 - 31 | +9 | 27 |
2. Vestri | 16 | 7 | 2 | 7 | 38 - 43 | -5 | 23 |
3. Álftanes | 16 | 6 | 1 | 9 | 38 - 37 | +1 | 19 |
4. Dalvík/Reynir | 16 | 5 | 3 | 8 | 30 - 36 | -6 | 18 |
Athugasemdir