Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 10:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Líklegt byrjunarlið Íslands - Ein breyting og annað kerfi?
Icelandair
Þjálfarar íslenska liðsins, Arnar Gunnlaugsson og Davíð Snorri.
Þjálfarar íslenska liðsins, Arnar Gunnlaugsson og Davíð Snorri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikael Anderson gæti komið inn í íslenska liðið.
Mikael Anderson gæti komið inn í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Dagur í aðeins öðruvísi hlutverki á morgun?
Jón Dagur í aðeins öðruvísi hlutverki á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum mjög erfiðan leik gegn Frakklandi á Prinsavelli í París. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og er um að ræða annan leik Íslands í undankeppninni fyrir HM. Bæði Ísland og Frakkland eru með þrjú stig eftir leiki föstudagsins, Ísland vann öruggan sigur á Aserbaísjan og Frakkland vann 2-0 sigur á Úkraínu.

Það er ljóst að það verður allavega ein breyting á íslenska liðinu þar sem Albert Guðmundsson þurfti að fara af velli gegn Aserum vegna meiðsla.

Fótbolti.net spáir því að það verði ein breyting á liðinu og, þar sem um erfitt verkefni er að ræða, þá sjáum við fyrir okkur að Ísland verði með þrjá miðverði í leiknum.

Mikael Neville Anderson kom inn á í leiknum gegn Aserum og við spáum því að hann byrji í stað Alberts. Mikael hefur sýnt að hann er tilbúinn að berjast og djöflast.

Arnar Gunnlaugsson er með fleiri kosti, leikmenn eins og Willum Þór Willumsson og Þórir Jóhann Helgason gera tilkall á miðsvæðið, Logi Tómasson og Bjarki Steinn Bjarkason í vængbakverðina og Sævar Atli Magnússon í framlínuna ef Arnar vill fá öflugan pressuleikmann.

Við spáum því að Hákon Arnar Haraldsson muni leiða pressu íslenska liðsins ásamt Andra Lucasi Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson verði úti vinstra megin í hlutverki vængbakvarðar. Mikael Egill Ellertsson færist út frá því yfir til hægri og spilar í hægri vængbakverði.

Landsliðsþjálfarinn Arnar mun sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í dag klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið sjálft verður svo opinberað 75 mínútum fyrir leik á morgun.

Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ísland 1 1 0 0 5 - 0 +5 3
2.    Frakkland 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Úkraína 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
4.    Aserbaísjan 1 0 0 1 0 - 5 -5 0
Athugasemdir
banner