Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 08. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Ligt hlær að sögusögnum um lágkolvetna mataræði
Miðvörðurinn Matthijs de Ligt gekk í raðir Juventus frá Ajax í sumar. Hann hefur fengið misgóða dóma fyrir frammistöðu sína fyrir Ítalíumeistarana til þessa á leiktíðinni.

Juventus sigraði Inter í gær í uppgjöri toppliðana og þar braut de Ligt af sér inn í eiginn teig og fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hann átti þó ágætis seinni hálfleik og kemur inn á það í viðtalinu aðeins neðar í fréttinni.

Daily Mail sagði frá því fyrir þremur vikum að Maurizio Sarri, stjóri Juventus hefði skikkað de Ligt til að mæla ofan í sig kolvetnin sem miðvörðurinn borðar og að hann ætti að takmarka þann fjölda.

De Ligt hlær að þessum sögusögnum og segir ekkert til í þeim sögusögnum. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af þyngd sinni.

De Ligt sagði að þessi saga væri kjaftæði í samtali við nu.nl.

„Svona sögur koma þegar maður á misgóða daga, þetta er hætt að koma mér á óvart. Það er nauðsynlegt að ég viti þegar ég er að spila vel og þegar ég er að spila illa."

„Ég mun fá gagnrýni sem er mjög eðlilegt þegar þú ert á mála hjá stórliði. Að sjálfsögðu vil ég ekki gefa víti en í gær sigruðum við leikinn og það er það sem telur."

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 11 7 2 2 16 8 +8 23
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 11 5 4 2 16 8 +8 19
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
10 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 7 15 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner
banner