Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 08. október 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Everton mestu vonbrigðin - Rashford númer tvö
Football365 birti í morgun lista yfir mestu vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni það sem af er. Lið Everton trónir þar á toppnum.

Félagið hefur eytt háum fjárhæðum en það hefur litlu sem engu skilað og Everton er í fallsæti eftir átta umferðir.

Í öðru sæti á listanum er sóknarmaðurinn Marcus Rashford. Ole Gunnar Solskjær setti traust sitt á Rashford en sjálfstraust hans er undir frostmarki.

Tottenham tekur þriðja sæti á vonbrigðalistanum og vörn Manchester City er í því fjórða.

Hér má skoða listann í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner