Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. október 2019 09:10
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi fær langþráð tækifæri í byrjunarliði PAOK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason mun fá langþráð tækifæri í byrjunarliði hjá grísku meisturunum í PAOK eftir landsleikjahléið sem er framundan.

Miðvörðurinn Fernando Varela frá Grænhöfðaeyjum varð fyrir meiðslum í leik með PAOK um síðustu helgi og verður frá keppni og æfingum í 4-6 vikur. Frá þessu greina grískir fjölmiðlar í dag en Íslendingavaktin bendir á þetta í dag.

Sverrir kom til PAOK frá Rostov í janúar en hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu síðan þá.

Í síðasta mánuði ákvað hann að draga sig úr íslenska landsliðshópnum til að æfa með PAOK og reyna að komast í liðið en það ætlunarverk tókst ekki.

Sverrir fær nú tækifæri í byrjunarliðinu eftir að landsleikjahléinu lýkur en hann hefur einungis komið við sögu í einum leik á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner