Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikskilningur á heimsmælikvarða - „Virkar mikill fótboltanörd"
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í kvöld sitt fyrsta A-landsliðsmark þegar Ísland gerði jafntefli við Armeníu á heimavelli.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Armenía

Hann er er sá yngsti í sögunni til að skora mark fyrir A-landsliðið.

Arnar Gunnlaugsson og Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingar RÚV, hrósuðu þessum efnilega leikmanni eftir leikinn í kvöld.

„Hann virkar mikill fótboltanörd og er með góðann haus í þetta. Ég held að framtíðin sé björt hjá honum. Það er svo gaman að horfa á hann spila 'live' því hann hugsar svo mikið um staðsetningar og leikskilningurinn hans er algjörlega á heimsmælikvarða," sagði Arnar.

„Maður gleymir því að hann sé 18 ára. Mér finnst eins og hann hafi spilað að eilífu í þessu landsliði."

„Hann er líka góður varnarlega og er góður að staðsetja sig. Hann er ótrúlega þroskaður leikmaður og gaman að sjá það," sagði Margrét Lára.

Ísak skipti nýverið yfir til FC Kaupmannahafnar, sem er stærsta félagið í Skandinavíu. Hann hefur farið vel af stað þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner