Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. desember 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn WBA fjölmenna á leiki á Ölveri
Hópurinn á Ölveri.
Hópurinn á Ölveri.
Mynd: Aðsend
Stuðningsmenn West Brom á Íslandi hafa mætt vel í Ölver að undanförnu og stutt sína menn í Championship deildinni en liðið er í efsta sæti deildarinnar.

Rúmlega 20 manns eru skráðir í sérstakan West Brom hóp á facebook og hefur fjölgað nokkuð að undanförnu.

Þessir kappar mættu á leik Preston-West Brom í Ölver á mánudagskvöld og sáu sína menn í Albion vinna 1-0 sigur þökk sé marki frá Charlie Austin úr vítaspyrnu á síðustu mínútu.

Þarna má meðal annars sjá Eið Arnarson bassaleikara Todmobil, Lárus Grétarsson knattspyrnuþjálfara, Róbert Róbertsson almannatengil og Auðólf Þorsteinsson sem ritstýrir fréttbréfi Víkings.

Athugasemdir
banner
banner