Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að Ronaldo hafi hótað að yfirgefa hópinn
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo hótaði því að yfirgefa leikmannahóp portúgalska landsliðsins þegar hann var settur á bekkinn gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM.

Þetta herma heimildir Record, sem er stór fjölmiðill í íþróttalífinu í Portúgal.

Ronaldo þurfti að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Manchester United fyrri hluta tímabilsins og var hann settur á bekkinn í síðasta leik Portúgal á HM. Ronaldo spilaði um 20 mínútur er Portúgal vann 6-1 sigur.

Samkvæmt Record þá var Ronaldo bálreiður þegar hann komst af því að hann væri á bekknum og hótaði því að yfirgefa hópinn og fara heim.

Hann spjallaði við landsliðsþjálfarann Fernando Santos og sagðist vera tilbúinn að fara heim. Ronaldo sá hins vegar að sér og breytti að lokum um skoðun þar sem Portúgal er komið í átta-liða úrslitin á HM. Eftir sigurinn flotta á Sviss er raunverulega hægt að tala um að liðið geti farið alla leið.

Ronaldo, sem er 37 ára, er einn besti fótboltamaður sögunnar en hann er á niðurleið á sínum ferli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann muni byrja gegn Marokkó í átta-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner