Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 08. desember 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um miðvörð í janúar: Ég held ekki
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það ólíklegt að félagið nái að kaupa miðvörð í janúar.

Liverpool varð fyrir áfalli þegar ljóst var að Joel Matip verður mögulega ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla á hné. Liverpool er þegar orðað við Maxence Lacroix varnarmann Wolfsburg.

Samningur Matip rennur út næsta sumar svo líklegt er að hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Liverpool ætlaði að fá mann í hans stað næsta sumar en gæti flýtt þeim áætlunum fram í janúar.

Klopp segir hins vegar ólíklegt að það takist. „Ég held ekki," sagði Klopp á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í möguleg kaup á miðverði.

„Þetta kostar peninga og þetta verður að vera rétti leikmaðurinn. Segið mér frá félagið sem er tilbúið að selja mjög, mjög, mjög góðan miðvörð í janúar."
Athugasemdir
banner
banner
banner