Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. febrúar 2023 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvernig á að fylla stærsta skarðið? - Arnar svarar áhyggjufullum Tómasi
Júlíus er 24 ára miðjumaður sem tók við fyrirliðabandinu fyrir síðasta tímabil.
Júlíus er 24 ára miðjumaður sem tók við fyrirliðabandinu fyrir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur Andrason á að baki fjóra A-landsleiki.
Viktor Örlygur Andrason á að baki fjóra A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson samdi við Víking eftir tíma hjá Bologna.
Gísli Gottskálk Þórðarson samdi við Víking eftir tíma hjá Bologna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, er að ganga í raðir norska félagsins Fredrikstad frá Víkingi. Hann var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net sem og í Víkings podkastinu.

Stuðningsmaður Víkings, Tómas Þór Þórðarson, var í báðum þáttum og við gefum honum orðið.

„Ég hef aldrei verið jafn glaður fyrir hönd einhvers á sama tíma og mig langar að gráta. Þetta er stærsta skarðið sem nokkuð lið í Bestu deildinni er að missa," sagði Tómas.

„En svona er bara hringrásin, eins og Arnar sagði í viðtalinu eftir leik. Hann sagði að Blikar væru líka búnir að lenda í þessu, misstu Dag Dan," sagði Elvar Geir.

„Dagur var þarna í eitt tímabil, Júlli er búinn að standa vaktina í nokkur ár. Það þarf að finna annan fyrirliða. Með fullri virðingu fyrir Degi Dan þá er þetta stærra skarð. Vegni þér vel Júlli minn en djöfull sem ég er óánægður með þetta. Hvernig ætlaru að leysa þetta?" velti Tómas fyrir sér í útvarpsþættinum.

Kominn tími á að Viktor verði númer eitt
Þeir Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason reyndu að svara því í Víkings podkastinu.

„Það er erfitt að koma í stað Júlla. Erfitt að fylla í skarð vélarinnar á miðjunni, þrettán kílómetrar í leik á háu tempói. Ég tel okkur vera með lausnina hér innanbúðar. Það er kominn tími til að Viktor (Örlygur Andrason) fari að stíga upp sem miðjumaður númer eitt í þessu liði. Hann er búinn að vera óheppinn að því leyti að við höfum þurft á honum að halda í nánast öllum stöðum nema markinu. Hann er í 30 manna landsliðskjarna sem miðjumaður, við viljum að hann verði miðjumaður. Hann er ekki enn sem komið er með sömu hlaupagetu og Júlli, en hann er betri en Júlli í mörgu öðru," sagði Arnar og hélt áfram.

„Þetta er tækifæri fyrir okkur til að þróast enn frekar, alveg eins og við reyndum að þróast þegar Kristall fór, reyndum að þróast þegar Guðmundur Andri og Ágúst Hlyns fóru og þegar Atli Barkar fór. Svona er leikurinn. Ef þú ætlar að gefa þig út fyrir að vera klúbbur sem elur upp unga leikmenn eða fær unga leikmenn og selur þá aftur, þá geturu ekki farið að grenja þegar við loksins seljum þá. Við þurfum að taka áskoruninni og reyna þróast sem lið og verða betri."

Kári tók svo til máls. „Það gleymist að árið sem við urðum Íslandsmeistarar spilaði Kristall Máni tvo leiki með 2. flokki af því hann komst ekki í hópinn í meistaraflokki. Svo er hann besti maður deildarinnar í lok þess tímabils og tímabilið eftir. Viktor verður að átta sig á því að hann þarf að sparka í rassgatið á sjálfum sér. Hann er alveg nógu góður til að vera besti djúpi miðjumaðurinn í þessari deild, ekki spurning um það fótboltalega séð. En hann verður að koma sér í betra stand og gera sig kláran."

„Ef hann getur bætt við meiri hlaupagetu þá ertu kominn með svolítið fullmótaðan leikmann, sem horfir fram á við, sér sendingar fram á við, getur neglt boltanum inn fyrir á sóknarmennina, með hægri og vinstri, eins og að drekka vatn,"
sagði Kári.

„Júlli er leiðtogi. Okkur, sem lið, vantar fleiri raddir. Við erum svolítið mállaust lið. Það er eitthvað sem við þurfum að finna lausn á. Ef við tökum inn nýjan leikmann þá er ekki nóg að hann sé góður í fótbolta, hann þarf að koma með eiginleika inn, þarf að geta hrist aðeins upp í hlutunum," sagði Arnar og útskýrði þetta betur í þættinum sem nálgast má hér.

Tómas spurði hvort hægt væri að leysa skarðið sem Júlíus skilur eftir sig með leikmanni annars staðar frá.

„Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ef við ætlum að herja á Íslandsmarkað þá er ekkert voðalega mikið sem kemur til greina," sagði Kári.

„Við erum með mjög efnilegan strák í Gísla Gotta, gríðarlega efnilegur. Hann er að okkar mati besti fótboltamaðurinn af öllum. En hann er töluvert á eftir líkamlega. Hann lenti í erfiðum meiðslum úti en hann er rosalega flottur í fótbolta. Svo erum við með Viktor, Pablo gæti leyst þetta en þá þarf einhvern annan á miðjuna með honum. Getur Matti leyst það? Getur Arnór Borg leyst það? Það er febrúar og við höfum sem betur fer tíma til að finna lausnina," sagði Arnar.

Sjá einnig:
Júlíus Magnússon keyptur til Fredrikstad (Staðfest) - „Sjaldgæft eintak"
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin og Óli Kristjáns
Athugasemdir
banner
banner
banner