Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. mars 2020 13:33
Elvar Geir Magnússon
Gundogan: Bruno kastaði sér öskrandi í jörðina
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan segir að Bruno Fernandes hafi verið með leikaraskap þega hann vann aukaspyrnuna sem skóp fyrra mark Manchester United gegn Manchester City í gær.

Fernandes fór niður í baráttu við Gundogan og Mike Dean dómari dæmdi aukaspyrnu. Fernandes tók aukaspyrnuna sjálfur, vippaði boltanum á Anthony Martial sem skoraði.

„Það var pirringur yfir aukaspyrnunni fyrir markið, þetta var rangur dómur. Ég kem við boltann og Bruno kastar sér öskrandi í jörðina. Ég er ekki viss um að dómarinn hafi séð þetta eða bara fengið tilfinningu um að þetta ætti að vera aukaspyrna," segir Gundogan.

„Þetta var svekkjandi fyrir mig og pirrandi að fá markið svo í andlitið."

Markvörðurinn Edersen hjá Manchester City hefði átt að gera betur í fyrra markinu og átti svo sök á því seinna.

„Hann er reiður, svekktur og pirraður. Hann fær allan okkar stuðning og ég er viss um að hann geri betur í næstu leikjum," segir Gundogan.

Rætt var um leikinn í Evrópu-Innkastinu og voru menn þar sammála um að United hefði ekki átt að fá aukaspyrnuna. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Tómar stúkur, rauð Manchester og feðgar á ferð
Athugasemdir
banner
banner
banner