Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. apríl 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gætu Pepsi Max-liðin horft í neðri deildirnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Sportið í kvöld sem var á dagksrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi kom fram umræða um leikmannamál á Íslandi. Rætt var um fjárhag íslenskra félaga og möguleika þeirra á að styrkja sig.

Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar. Rætt var um þá staðreynd að Valsmenn vildu fá inn framherja inn í liðið.

„Það er flókið að fá framherja frá útlöndum núna, leikmenn þurfa að fara eflaust að fara í sóttkví og slíkt. Ég horfði á 2. deildinni í fyrra og þar er Hrvoje Tokic hjá Selfossi. Er hann leikmaður sem lið í efstu deild gætu skoðað?" Spurði Hjörvar og sagðist vera að hugsa í lausnum.

„Svo hugsaði ég annan leikmann. Alls ekki fyrir Val, mögulega fyrir FH. Það er einn í ÍBV sem heitir Gary Martin og mögulega verða Eyjamenn af tekjum þar sem Þjóðhátið færi ekki fram. Það þarf að hugsa í einhverjum svona lausnum."

Svo barst talið að Aroni Bjarnasyni sem er á mála hjá Ujpest og hvort að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gæti séð fyrir sér að fá hann í framlínuna.
Athugasemdir
banner
banner