Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. apríl 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robert Daði fyrstur í undanúrslit eftir flautumark Maradona
Róbert Daði Sigurþórsson.
Róbert Daði Sigurþórsson.
Mynd: KSÍ
Mynd: Skjáskot - KSÍ
Í gær hófust 16-liða úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta og var Róbert Daði Sigurþórsson fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Leikið er í tölvuleiknum FIFA.

Mótið heldur áfram í kvöld, en í 16-liða úrslitunum er leikið eftir svokölluðu Swiss-format. Róbert Daði vann fjóra leiki fyrsta daginn og með því var ljóst að hann væri kominn í undanúrslit. Hann mætti Aroni Þormari Lárussyni, liðsfélaga sínum hjá Fylki, í hreinum úrslitaleik um fyrsta sætið í undanúrslitum. Þar var mikil dramatík og tryggði Róbert Daði sig áfram með marki frá Diego Maradona í uppbótartíma.

Í kvöld kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Fyrst er það sá sem er fyrstur upp í fimm sigra og síðan þeir tveir sem eru fyrstir í sex sigra.

Fjórir leikmenn hafa unnið þrjá leiki hver og í þeim hóp hefst dagurinn svona:

Bjarki Már Sigurðsson mætir Aroni Þormari, en báðir leika með Fylki. Bjarki Már er ekki samningsbundinn Fylki þó hann leiki með þeim í mótinu, en hann er yfirþjálfari æskulýðsstarfsins innan Fylkir og er að standa sig mun betur heldur en menn bjuggust við.

Jóhann Ólafur Jóhannsson, FH, mætir Ásgeiri Karlssyni, leikmanni Fylkis.

Sex leikmenn hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og hefja þeir daginn á því að leika innbyrðis. Því er ljóst að þrír af þeim verða dottnir úr leik eftir fyrsta leik dagsins. Þeir sem mætast eru:

Alexander Aron Hannesson, Keflavík gegn Agnari Þorlákssyni, KR.

Tindur Örvar Örvarsson, Elliða, gegn Skúla Arnarsyni, Gróttu.

Leifur Sævarsson, LFG, gegn Heiðari Ægissyni, LFG. Liðsmenn LFG hafa staðið sig vel á mótinu, en þurfa nú að mæta hvor öðrum í baráttu um að halda lífi í vonum sínum um sæti í undanúrslitum.

Þegar leikmenn hafa tapað þremur leikjum eru þeir úr leik og á fyrri deginum duttu fimm leikmenn út úr keppninni. Það eru þeir Stefán Hallgrímsson, Viktor Lárusson og Orri Fannar Þórisson úr KR, Brynjar Freyr Þorleifsson frá Fylki og Guðmundur Tómas Sigfússon frá ÍBV.

Það eru því tíu leikmenn sem keppa um þrjú laus pláss í úrslitum í dag og verður allt í beinni útsendingu kl. 19:00 á Twitch-rás KSÍ.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner