Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan æfir með Aroni Jó og félögum
Zlatan er á mála hjá AC Milan á Ítalíu þar sem ástandið er mjög slæmt.
Zlatan er á mála hjá AC Milan á Ítalíu þar sem ástandið er mjög slæmt.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn geðþekki Zlatan Ibrahimovic æfir með Hammarby í heimalandi sínu Svíþjóð á meðan hlé er á ítölskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins.

Zlatan fór heim til Svíþjóð þar sem ástandið á Ítalíu, þar sem hann leikur með AC Milan, er mjög slæmt.

Sænsk félög æfa með nánast hefðbundnum hætti þrátt fyrir heimsfaraldurinn eins og Arnór Ingvi Traustason sagði frá í viðtali við Stöð 2 Sport.

Aron Jóhannsson er á mála hjá Hammarby, en Zlatan keypti 25% hlut í félaginu síðasta nóvember. Það var ákvörðun sem gerði stuðningsmenn Malmö brjálaða. Zlatan tók sín fyrstu skref á ferlinum með Malmö.

Jesper Jansson, þjálfari Hammarby, segir að hinn 38 ára gamli Zlatan sé velkomið að æfa áfram með félaginu.

Sjá einnig:
Twitter - Aron og Zlatan ræða COD


Athugasemdir
banner
banner