Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 09. apríl 2021 06:00
Aksentije Milisic
Umboðsmaður Jorginho segir hann kosta 43 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Ítalinn Jorginho, leikmaður Chelsea, hefur mikið verið orðaður burt frá félaginu að undanförnu.

Jorginho var í viðtali á dögunum þar sem hann sagði að hann sakni Napoli mikið. Talið er að Maurizio Sarri taki við liðinu eftir tímabilið af Gennaro Gattuso.

Sarri og Jorginho hafa unnið saman bæði hjá Napoli og Chelsea og því er talið mjög líklegt að Napoli reyni að fá leikmanninn aftur í sínar raðir.

„Við búumst við því að Chelsea bjóði honum nýjan samning," sagði Joao Santos, umboðsmaður leikmannsins.

„Jorginho vill koma aftur til Ítalíu og honum langar mikið að spila aftur í Serie A. Hann á eftir tvö ár af samningin sínum við Chelsea og er á góðum launum."

„Hann mun kosta um 43 milljónir punda. Ég er ekki viss um að Napoli hafi efni á því og laununum hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner