Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 09. apríl 2024 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er bara svekkjandi. Það var erfitt að missa Sveindísi og leikplanið fór þar svolítið í vaskinn," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta er svekkjandi en það er samt sem áður alveg eitthvað jákvætt í þessu líka."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk.

„Sá kafli var mjög jákvæður og sýnir að við eigum fullan séns í þetta lið. Ég er ánægð með liðið hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Það var vel gert."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá það ekki alveg nógu vel en þetta var frekar ónauðsynleg tækling hjá liðsfélaga hennar (í Wolfsburg). Þetta var mikið áfall fyrir okkur og vonandi er þetta ekki alvarlegt."

Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hefði mátt vera betri. Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, var erfið við að eiga. Hún er frábær í því að gera sig einhvern veginn ósýnilega í teignum og láta svo til skarar skríða.

„Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk í einum hálfleik. Það er mjög svekkjandi. Þessi tvö mörk hjá Schüller, ég hefði átt að gera betur þar. Hún er örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu. Ég þarf að skoða þetta og reyna að bæta mig. Schüller er frábær leikmaður og það er ótrúlega erfitt að eiga við hana. Hún fer alltaf á blindu hliðina á manni og er ein sú besta í loftinu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner