Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   sun 09. maí 2021 16:07
Aksentije Milisic
Spánn: Valencia fór létt með Valladolid - Eibar vann
Tveimur leikjum var að ljúka í spænsku La Liga deildinni.

Spilað er í 35. umferðinni og er mikil spenna í deildinni. Eibar, sem er í neðsta sæti deildarinnar, þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Getafe.

Allt stefndi í markalaust jafntefli en á 89. mínútunni fékk Eibar vítaspyrnu. Recio, með sínar stáltaugar, steig á punktinn og skoraði gífurlega mikilvægt mark sem heldur Eibar á lífi í fallbaráttunni.

Í hinum leiknum áttust við Valencia og Real Valladolid. Valencia vann öruggan sigur og eru nú gestirnir frá Valladolid, einungis einu stigi frá fallsæti.

Í kvöld mætast Real Madrid og Sevilla í stórleik þar sem Real getur komið sér á toppinn.

Getafe 0 - 1 Eibar
0-1 Recio ('89 , víti)

Valencia 3 - 0 Valladolid
1-0 Maxi Gomez ('45 )
2-0 Maxi Gomez ('48 )
3-0 Thierry Correia ('89 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner