Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Alberts hefur framlengt
Raffaele Palladino og Albert Guðmundsson.
Raffaele Palladino og Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Raffaele Palladino stjóri Fiorentina hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum til 2027.

Þessi fyrrum stjóri Monza gerði tveggja ára samning í Flórens í fyrra en samningurinn innihélt möguleika á eitt ár til viðbótar.

Félagið tilkynnti í dag að það hefði virkjð ákvæðið.

Fiorentina er að fara að mæta Real Betis á morgun í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar. Fiorentina tapaði fyrri leiknum á Spáni 2-1 í síðustu viku.

Albert Guðmundsson er lykilmaður hjá Fiorentina og er með átta mörk og þrjár stoðsendingar.

Fiorentina hefur farið í úrslit Sambandsdeildarinnar síðustu tvö ár, í bæði skiptin undir stjórn Vincenzo Italiano, en tapað gegn West Ham og Olympiakos.
Athugasemdir
banner
banner