Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 09. júní 2016 22:26
Arnar Helgi Magnússon
Stefán Ragnar: Styrkur að spila ekki vel en vinna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Selfyssingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir hádramatískan leik gegn Víði á Selfossi í kvöld. Stefán Ragnar var í stuði eftir leik.

„Mikill léttir, það eru eiginlega fyrstu viðbrögðin. Gott að klára þetta."

„Þeir komu sér aftur og aftur inn í leikinn og við kannski sjálfum okkur verstir í þeim atriðum."

Víðir setti gríðarlega pressu á Selfyssinga í lokin en Stefán vildi þó ekki meina að þeir hafi verið í nauðvörn.

„Við vorum náttúrulega einum færri, Gio var farinn útaf. Þeir voru að dæla honum inn af kantinum og mér fannst við vera að höndla þetta ágætlega. Við vorum bara að skalla þetta í burtu og þeir fengu engin færi út úr því."

„Við förum vel yfir þennan leik. Það er ákveðin styrkur að spila ekki vel en vinna samt. Við höfum verið að spila vel í síðustu leikjum en ekki fengið úrslit, þannig þetta er ákveðið batamerki."

Selfyssingar hafa spilað marga leiki á stuttum tíma og hafa meðal annars farið í tvær framlengingar.

„Bara fínt, ef ég tala fyrir sjálfan mig. Við erum fínan hóp þannig við erum búnir að rótera þessu."
Athugasemdir
banner