Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 10:54
Elvar Geir Magnússon
Sarri tekur við Lazio (Staðfest) - Kynntur með sígarettu
Sarri með sígarettuna.
Sarri með sígarettuna.
Mynd: Getty Images
Lazio fór óvenjulega leið í að staðfesta að Maurizio Sarri væri nýr stjóri liðsins. Birt var tjákn á Twitter sem er mynd af sígarettu en Sarri er þekktur keðjureykingamaður.

Þegar hann stýrði Chelsea var hann oft að naga sígarettur við hliðarlínuna því bannað var að reykja við völlinn.

Sarri, sem er einnig fyrrum stjóri Napoli og Juventus, hefur gert tveggja ára samning við Lazio.

Hann vann sinn fyrsta titil á stjóraferlinum þegar hann gerði Chelsea að Evrópudeildarmeisturum og fylgdi því svo eftir með Ítalíumeistaratitli með Juventus ári síðar.

Sarri hefur verið án starfs í eitt ár en tekur nú við Lazio sem endaði í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar á liðnu tímabili.




Athugasemdir
banner
banner
banner