Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júní 2023 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland næstyngstur til að vera markahæstur í Evrópu
Mynd: Man City

Erling Haaland, norskur sóknarmaður Manchester City, var markahæsti leikmaður í topp 5 deildum evrópska boltans með 36 mörk á deildartímabilinu.


Auk þess að bæta úrvalsdeildarmet og vinna enska gullskóinn tókst Haaland einnig að verða næstyngsti leikmaður sögunnar til að vinna evrópska gullskóinn.

Haaland er 22 ára gamall en tímabilið 1996-97 endaði brasilíski Ronaldo sem markahæsti leikmaður evrópska boltans þegar hann skoraði 34 mörk í 37 leikjum með Barcelona, aðeins 20 ára gamall.

Cristiano Ronaldo vann gullskó Evrópu þegar hann var 23 ára gamall og endaði markahæstur með 31 mark í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Lionel Messi var einnig 23 ára gamall tímabilið 2009-10 þegar hann skoraði 34 mörk með Barcelona í La Liga.

Til gamans má geta að Messi var 25 ára þegar hann skoraði 50 mörk í La Liga, en Cristiano Ronaldo skoraði 48 mörk á sínu besta tímabili þegar hann var 30 ára.


Athugasemdir
banner
banner