Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kim veit að United vill fá hann
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar í dag um áhuga Manchester United á Kim Min-Jae sem var hluti af meistaraliði Napoli í vetur. Kim er miðvörður sem fenginn var inn þegar Kalidou Koulibaly var seldur til Chelsea.

Fjallað er um að Manchester United hafi gert teyminu í kringum Kim það ljóst að félagið vilji fá hann í sínar raðir. Miðvarðarstaðan er þó ekki forgangsstaða hjá United sem ætlar sér að fá framherja.

Þegar ljóst verður hversu mikill peningur fer í kaup á framherja getur félagið áætlað hversu mikið er hægt að eyða í aðrar stöður.

Axel Disasi hjá Mónakó er annar miðvörður sem United hefur á og er hann sagður vilja fara til félagsins.

United er að horfa í kringum sig varðandi framherjamálin, horfa í möguleikann á því að sleppa því að taka Harry Kane vegna verðmiðans og er Rasmus Höjlund hjá Atalanta sagður líklegur kostur.
Athugasemdir
banner