Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinar Heimis unnu síðasta leikinn fyrir Copa America
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í landsliði Jamaíku unnu 3-2 sigur á Dóminíku í undankeppni heimsmeistaramótsins í Roseau í Dóminíku í kvöld.

Á dögunum unnu Reggístrákarnir 1-0 sigur á Dóminíska lýðveldinu og fylgdl liðið þeim sigri á eftir með því að vinna Dóminíku í kvöld.

Shamar Nicholson skoraði tvö mörk fyrir Jamaíku, seinna úr vítaspyrnu og þá gerði Kaheim Dixon eitt. Dóminíka náði að koma sér inn í leikinn á lokamínútunum með að skora tvö mörk, en það var of seint fyrir heimamenn og lokatölur 3-2, Jamaíku í vil.

Jamaíka er með fullt hús stiga í undankeppni HM og mætir nú vel undirbúið til leiks í Copa America en Jamaíka er ein af gestaþjóðunum í ár.

Liðið er í riðli með Ekvador, Mexíkó og Venesúela, en fyrsti leikurinn er gegn Mexíkó þann 23. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner