Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 09. júní 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Sakar Real Madrid um græðgi - „Verður síðasti naglinn í kistu fótboltans“
Mynd: EPA
Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München í Þýskalandi, segir Real Madrid hafa sýnt mikla græðgi í félagaskiptum Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain.

Real Madrid staðfesti samkomulag við Mbappe í síðasta mánuði en hann verður formlega kynntur eftir Evrópumótið. Samningur Mbappe er til fimm ára og mun hann fá að minnsta kosti 100 milljónir evra fyrir það eitt að skrifa nafn sitt á samninginn.

Eberl segir þetta hafa verulega neikvæð áhrif á markaðinn og sakar Real Madrid um græðgi.

„Þú getur alltaf orðið að þeirri manneskju sem eltir peninginn, en þær manneskjur verða á endanum síðasti naglinn í kistu fótboltans. Ef allur peningurinn hverfur af markaðnum þá verður ekkert eftir fyrir okkur til að vinna með í viðskiptum. Við erum að tala um fleiri hundruð milljónir og það er bara of mikið. Manni finnst eins og þetta muni á endanum springa.“

„Á einhverjum tímapuntki verður markaðurinn ofmettaður og Sádi-Arabía mun koma inn í þetta. Sú tilfinning er ekki góð en svona er markaðurinn því miður. Peningurinn er að hverfa af honum og félögin hafa engan hag af því. Leikmenn, fjölskyldur, umboðsmenn og allir aðrir hagnast, en ekki félögin. Árum áður græddu félögin að minnsta kosti á þessu þar sem peningurinn var alltaf í umferð, en það verður minna af því í framtíðinni,“
sagði Eberl við AS.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner