Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 09. júní 2025 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Donni: Ég er gráti næst
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, svaraði spurningum eftir tap Tindastóls gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  3 ÍBV

Tindastóll leikur í Bestu deild kvenna en tapaði óvænt gegn Eyjakonum sem leika í Lengjudeildinni. Donni er verulega svekktur með tapið, sérstaklega útaf öllum þeim stuðningi sem hans konur fengu frá áhorfendum.

„Ég er bara gráti næst. Þetta er ótrúlega svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við fengum frábæra mætingu á völlinn. Þetta var geggjað fallegur dagur og flottur stuðningur úr stúkunni. Að geta ekki unnið fyrir fólkið er bara ótrúlega svekkjandi," sagði Halldór beint eftir lokaflautið í dag.

Hvernig stendur á því að Tindastóll hafi ekki spilað nægilega vel í dag eftir að hafa skilað inn frábærri frammistöðu gegn Val rétt fyrir helgi?

„Allir leikir hafa sitt eigið líf, það er ekki hægt að bera saman leik gegn Val við leik gegn ÍBV eða einhverju öðru liði. Hver einn og einasti leikur er einstakur og þetta er því ósambærilegt.

„Í dag náðum við einhvern veginn aldrei flugi og mér fannst ÍBV ógeðslega góðar og þær eiga þennan sigur svo sannarlega skilið."


Tindastóll heimsækir sterkt lið FH í næstu umferð Bestu deildarinnar og býst Donni ekki við að það verði vandamál að koma leikmönnum sínum í gírinn fyrir þá viðureign.

„Við höfum viku til að undirbúa okkur fyrir næsta leik en við höfðum bara tvo daga fyrir þennan leik í dag. Við þurfum á þessari hvíld að halda, aðeins að safna kröftum og gíra okkur í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner