Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   mán 09. júní 2025 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Donni: Ég er gráti næst
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, svaraði spurningum eftir tap Tindastóls gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  3 ÍBV

Tindastóll leikur í Bestu deild kvenna en tapaði óvænt gegn Eyjakonum sem leika í Lengjudeildinni. Donni er verulega svekktur með tapið, sérstaklega útaf öllum þeim stuðningi sem hans konur fengu frá áhorfendum.

„Ég er bara gráti næst. Þetta er ótrúlega svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við fengum frábæra mætingu á völlinn. Þetta var geggjað fallegur dagur og flottur stuðningur úr stúkunni. Að geta ekki unnið fyrir fólkið er bara ótrúlega svekkjandi," sagði Halldór beint eftir lokaflautið í dag.

Hvernig stendur á því að Tindastóll hafi ekki spilað nægilega vel í dag eftir að hafa skilað inn frábærri frammistöðu gegn Val rétt fyrir helgi?

„Allir leikir hafa sitt eigið líf, það er ekki hægt að bera saman leik gegn Val við leik gegn ÍBV eða einhverju öðru liði. Hver einn og einasti leikur er einstakur og þetta er því ósambærilegt.

„Í dag náðum við einhvern veginn aldrei flugi og mér fannst ÍBV ógeðslega góðar og þær eiga þennan sigur svo sannarlega skilið."


Tindastóll heimsækir sterkt lið FH í næstu umferð Bestu deildarinnar og býst Donni ekki við að það verði vandamál að koma leikmönnum sínum í gírinn fyrir þá viðureign.

„Við höfum viku til að undirbúa okkur fyrir næsta leik en við höfðum bara tvo daga fyrir þennan leik í dag. Við þurfum á þessari hvíld að halda, aðeins að safna kröftum og gíra okkur í næsta leik."
Athugasemdir
banner