Juventus U23 2 - 0 Padova
Emil Hallfreðsson og félagar eru úr leik í Serie C-deildar umspilinu en liðið þurfti sigra sex einvígi í röð til að komast upp í B-deildina.
Padova tókst að komast áfram í 3. umferð en í kvöld mætti liðið U23 ára liði Juventus og tapaði 2-0.
Emil Hallfreðsson og félagar eru úr leik í Serie C-deildar umspilinu en liðið þurfti sigra sex einvígi í röð til að komast upp í B-deildina.
Padova tókst að komast áfram í 3. umferð en í kvöld mætti liðið U23 ára liði Juventus og tapaði 2-0.
Emil byrjaði leikinn og lék fyrstu 61 mínútuna í honum. Hann fékk gult spjald á 57. mínútu. Staðan var 1-0 þegar Emil fór af velli.
Nú er spurning hvað Emil gerir í framhaldinu en það mátti skilja á hans svörum, þegar hann æfði með FH í vor, að hann kæmi mögulega í lið FH ef Padova kæmist ekki upp í B-deildina.
Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnast fimmta ágúst og fróðlegt verður að sjá hvort Emil komi heim í uppeldisfélagið eða hvort hann taki skrefið annað.
Athugasemdir