Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   þri 09. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar segir Spán eiga skilið að vinna EM en Nikolaj spáir sigri Englands
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings.
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings og Nikolaj Hansen fyrirliði liðsins ræddu við fjölmiðlamenn í gær. Tilefnið var leikur Víkings gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar, sem fram fer í kvöld.

En Fótbolti.net nýtti tækifærið til gamans og fékk þá til að spá fyrir um sigurvegara á Evrópumótinu í Þýskalandi. Komið er að undanúrslitum.

„Mér finnst eins og Spánn eigi það skilið. En þú færð ekki alltaf það sem þú átt skilið í fótbolta," segir Arnar. Spánverjar mæta Frökkum í kvöld.

„Ég ætla að halda mig við Spán þó mig langi að Englendingum takist að vinna þetta. Mér finnst þeir samt ekki alveg eiga það skilið eins og mótið hefur spilast hingað til."

Heppnin með Englendingum
Enska landsliðið, sem leikur gegn Hollandi á morgun, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína. Nikolaj telur þó að það sé í loftinu að Englendingar vinni mótið.

„Ég held að England taki þetta. Þeir eru búnir að vera með heppnina með sér og ég held að þeir klári þetta núna. England hefur ekki spilað vel en þeir hafa fengið úrslitin með sér og ég held að þeir vinni," segir Nikolaj Hansen.
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
Nikolaj elskar að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner