banner
   þri 09. ágúst 2022 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Valur rúllaði yfir Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 0 - 5 Valur
 0-1 Snædís María Jörundsdóttir ('14, sjálfsmark)
 0-2 Cyera Makenzie Hintzen ('24)
 0-3 Elín Metta Jensen ('64)
 0-4 Anna Rakel Pétursdóttir ('69)
 0-5 Bryndís Arna Níelsdóttir ('84)


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 Valur

Valur rúllaði yfir Keflavík í Bestu deild kvenna í dag þar sem Valskonur skiptu mörkunum jafnt á milli sín.

Fyrsta mark leiksins var þó sjálfsmark þegar Snædís María Jörundsdóttir varð fyrir því óláni að fá boltann í sig eftir hornspyrnu. Cyera Makenzie Hintzen tvöfaldaði forystuna og leiddi Valur sanngjarnt 0-2 í leikhlé.

Elín Metta Jensen og Anna Rakel Pétursdóttir gerðu endanlega út um viðureignina í seinni hálfleik áður en Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði fimmta markið og innsiglaði sannfærandi sigur Valskvenna.

Valur er með fimm stiga forystu eftir þennan sigur og gæti haldið þeirri forystu ef Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni í leik sem er í beinni textalýsingu hér á forsíðunni.

Valskonur eru með 32 stig eftir 13 umferðir en Keflavík er í fallbaráttu með 10 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.


Athugasemdir
banner
banner