Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea að ganga frá kaupum á Pedro Neto
Pedro Neto.
Pedro Neto.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur náð samkomulagi við Wolves um kaup á portúgalska sóknarmanninum Pedro Neto.

Chelsea greiðir 54 milljónir punda fyrir Neto sem hefur sýnt að hann er ansi öflugur leikmaður, en einni frekar meiðslagjarn.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Neto nú á leið til London þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun.

Neto er 24 ára kantmaður sem kom til Wolves frá Braga sumarið 2019. Í 111 deildarleikjum hefur hann skorað ellefu mörk. Hann á að baki tíu landsleiki fyrir Portúgal.

Neto var einnig á blaði hjá Tottenham í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner