Jordi Alba fór hamförum þegar Inter Miami lagði Toronto FC í bikarnum í Ameríku í nótt.
Hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll fjögur mörk liðsins í 4-3 sigri. Miami var komið í 3-1 eftir aðeins tuttugu mínútna leik en Lorenzo Insigne skoraði mark Toronto úr vítaspyrnu.
Hann skoraði annað mark liðsins einnig úr vítaspyrnu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Miami lék manni færri í rúman klukkutíma þar sem David Martinez var rekinn af velli.
Matias Rojas innsiglaði sigur Miami þegar hann skoraði, eftir sendingu frá Alba, þegar klukkutími var liðinn af leiknum.
Með þessum sigri er Iinter Miami komið í 16 liða úrslit Leagues Cup en Nökkvi Þeyr Þórisson hjá St. Louis City og Dagur Dan Þórhallsson hjá Orlando City verða í eldlínunni í kvöld og nótt. Orlando mætir Cruz Azul frá Mexíkó og St. Louis mætir Portland Timbers.