„Mér fannst þetta bara sanngjarnt. Mér fannst sanngjarnt að Stjarnan skyldi jafna þennan leik og gerðu það vel. Þetta var svona kaflaskiptur leikur hjá okkur fannst mér. Byrjuðum frábærlega duttum svo niður á eitthvað plan sem ég er ekki vanur að sjá en mér fannst þetta ekkert sérstakur leikur þegar uppi er staðið,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir jafntefli við Stjörnuna í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Valur
„Við hættum að spila okkar leik við töpuðum boltanum allt of mikið og gáfum endalausar sendingar frá okkur og það er ólíkt okkur.”
Kom Pétri eitthvað á óvart í leik Stjörnunar í kvöld? „Nei í rauninni ekki. Þær eru seigar og unnu þrjá leiki í röð og töpuðu fyrir Breiðablik þannig þetta kemur ekkert á óvart.“
„Við töpuðum hérna í fyrra og hitti fyrra líka þannig þetta er ekkert nýtt.“
„Það er bikarúrslitaleikur eftir viku og svo tveir leikir í þessu móti í viðbót og svo úrslitakeppni þannig við bara höldum áfram á fullu.“
Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan