Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Dalot heimsækir kraftaverkalækni í Kína
Mynd: Getty Images
Diogo Dalot, bakvörður Manchester United, er farinn til Kína þar sem hann verður í meðhöndlun hjá brasilíska sjúkraþjálfaranum Eduardo Santos á næstunni.

Santos starfar hjá Shanghai SIPG í Kína en franskir fjölmiðlar gáfu honum nafnið „kraftaverkalæknirinn" eftir að hann náði að koma David Luiz inn á völlinn mun fyrr en áætlað var þegar hann meiddist aftan í læri árið 2015.

Leikmenn eins og Radamel Falcao, Mousa Dembele og Eliaquim Mangala hafa einnig fengið meðhöndlun hjá Santos í gegnum tíðina.

Hinn tvítugi Dalot kom til Manchester United í fyrrasumar en Jose Mourinho sagði þá að hann væri besti ungi bakvörðurinn í Evrópu.

Meiðsli hafa verið að stríða Dalot og samkeppnin fyrir hann varð mun meiri í sumar þegar United keypti Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner