Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mán 09. september 2019 14:41
Elvar Geir Magnússon
De Gea að skrifa undir nýjan samning við United
Spænski markvörðurinn David de Gea er að ganga frá nýjum samningi við Manchester United. Guardian greinir frá þessu.

Hann mun fá 290 þúsund pund í vikulaun, sama og Paul Pogba.

Sagt er að De Gea búist við því að skrifa undir samninginn á næstu dögum.

Núgildandi samningur De Gea rennur út næsta sumar.

De Gea hefur verið hjá Manchester United síðan 2011.
Athugasemdir
banner
banner