Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 09. september 2020 12:43
Magnús Már Einarsson
Wijnaldum fundar með Klopp um framtíðina
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, mun funda með Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í dag. Þar munu þeir ræða framtíð Hollendingsins hjá Liverpool.

Wijnaldum á innan við ár af samningi en hann er tilbúinn að gera nýjan samning ef samkomulag næst.

Hinn 29 ára gamli WIjnaldum er hins vegar ofarlega á óskalistanum hjá Ronald Koeman, nýráðnum þjálfara Barcelona.

Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar en ólíklegt er að hann komi til félagsins nema annar miðjumaður verði seldur.

Sky segir að sama hver útkoman á fundinum í dag verði þá muni Wijnaldum verða í leikmannahópi Liverpool gegn Leeds í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner