Núna styttist heldur betur í leik Tyrklands og Íslands í Þjóðadeildinni.
Tyrknesku áhorfendurnir eru að koma sér fyrir í stúkunni en þeir verða 19,000 í Izmir í kvöld. Uppselt er á leikinn.
Tyrknesku áhorfendurnir eru að koma sér fyrir í stúkunni en þeir verða 19,000 í Izmir í kvöld. Uppselt er á leikinn.
Tyrkneskir fótboltaaðdáendur eru þekktir fyrir að láta í sér heyra en þeir bauluðu þegar íslensku leikmennirnir mættu út á völl til að skoða aðstæður fyrir stuttu.
Fyrst bauluðu þeir lágt og þeir leikmenn Íslands höfðu staðið á vellinum í um mínútu, þá tóku áhorfendurnir við sér.
Það eru nú þegar mikil læti á vellinum en það eiga um 80 prósent áhorfenda eftir að komast inn á leikvanginn.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar baulað var á leikmenn Íslands.
Alvöru móttökur sem íslensku leikmennirnir fá hér í Izmir #fotboltinet pic.twitter.com/EZwRAnb5Qw
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) September 9, 2024
Athugasemdir