Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi í viðtali á heimasíðu Everton: Þetta er mjög erfitt
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali hjá heimasíðu Everton en hann ræðir þar erfiða byrjun á tímabilinu.

Gylfi, sem er 30 ára gamall, hefur spilað alla átta leiki Everton í ensku úrvalsdeildinni og lagt upp eitt mark.

Everton hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu átta leikjunum og er í 18. sæti deildarinnar en Gylfi telur að liðið geti lært af síðasta ári er það var í erfiðri stöðu og komu sér út úr því.

„Við getum lært af síðasta ári. Við vorum í erfiðri stöðu en náðum að rétta úr kútnum. Þetta hefur verið pirrandi og mikil vonbrigði síðustu vikur. Þetta er mjög erfitt og það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu," sagði Gylfi.

„Ég held að við getum bætt okkur og náð í úrslit. Við verðum að þjappa okkur saman og leggja meira á okkur."

Liðið tapaði 1-0 gegn Burnley síðustu helgi en Everton spilaði manni færi stóran hluta af leiknum.

„Við vissum við hverju var að búast af Burnley. Liðið er augljóslega mjög öflugt í föstum leikatriðum. Okkur fannst við samt geta náð í góð úrslit en auðvitað mikil vonbrigði að fá á okkur mark úr horni og við verðum að laga þessi atriði," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner