Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 09. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn klár í 90 mínútur - Hugsar ekki um markametið
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK, segist vera klár í að spila 90 mínútur í komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra. Kolbeinn spilaði 63 mínútur gegn Moldavíu og 34 gegn Albaníu í síðasta mánuði og skoraði í báðum leikjum. Hann segist vera í ennþá betra formi núna.

„Ég er kominn í þannig stand að ég tel mig geta byrjað báða leiki. Ég tek einn leik í einu. Við erum að hugsa um Frakkana og við metum hvernig þetta fer. Eins og staðan er núna þá er ég í formi og líkaminn er þannig að ég tel mig geta spilað tvo leiki á þetta stuttum tíma," sagði Kolbeinn en Ísland mætir Frökkum á föstudag og Andorra á mánudag.

Kolbeinn er kominn á fulla ferð eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. „Það er alltaf óvissa eftir langa fjarveru og maður veit ekki hvar maður stendur. Ég er hæstánægður með að vera heill, geta spilað og verið byrjaður að skora aftur fyrir landsliðið. Ég er á flottum stað og í uppbyggingu," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn hefur á ferli sínum skorað 25 mörk með íslenska landsliðinu og vantar nú einungis eitt mark upp á til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. „Ég er ekkert að hugsa um þetta og vil helst ekki gera það. Við erum að fókusa á leikinn og þetta er aukaatriði sem ég er ekki að hugsa um núna,"

Kolbeinn telur að Ísland eigi fína möguleika gegn heimsmeisturunum á föstudag. „Vonandi náum við fyrsta sigrinum gegn þeim núna. Það er kominn tími á það," sagði Kolbeinn. „Þeir eru með nokkra toppleikmenn í öllum stöðum. Við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að ná í góð úrslit. VIð höfum fulla trú á því. Við þurfum að laga hluti sem fóru ekki vel gegn Albaníu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner