Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mið 09. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn klár í 90 mínútur - Hugsar ekki um markametið
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK, segist vera klár í að spila 90 mínútur í komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra. Kolbeinn spilaði 63 mínútur gegn Moldavíu og 34 gegn Albaníu í síðasta mánuði og skoraði í báðum leikjum. Hann segist vera í ennþá betra formi núna.

„Ég er kominn í þannig stand að ég tel mig geta byrjað báða leiki. Ég tek einn leik í einu. Við erum að hugsa um Frakkana og við metum hvernig þetta fer. Eins og staðan er núna þá er ég í formi og líkaminn er þannig að ég tel mig geta spilað tvo leiki á þetta stuttum tíma," sagði Kolbeinn en Ísland mætir Frökkum á föstudag og Andorra á mánudag.

Kolbeinn er kominn á fulla ferð eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. „Það er alltaf óvissa eftir langa fjarveru og maður veit ekki hvar maður stendur. Ég er hæstánægður með að vera heill, geta spilað og verið byrjaður að skora aftur fyrir landsliðið. Ég er á flottum stað og í uppbyggingu," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn hefur á ferli sínum skorað 25 mörk með íslenska landsliðinu og vantar nú einungis eitt mark upp á til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. „Ég er ekkert að hugsa um þetta og vil helst ekki gera það. Við erum að fókusa á leikinn og þetta er aukaatriði sem ég er ekki að hugsa um núna,"

Kolbeinn telur að Ísland eigi fína möguleika gegn heimsmeisturunum á föstudag. „Vonandi náum við fyrsta sigrinum gegn þeim núna. Það er kominn tími á það," sagði Kolbeinn. „Þeir eru með nokkra toppleikmenn í öllum stöðum. Við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að ná í góð úrslit. VIð höfum fulla trú á því. Við þurfum að laga hluti sem fóru ekki vel gegn Albaníu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner