Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 09. október 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
McGarvey finnur enn fyrir sekt vegna brottrekstrar Stóra Sam
Scott McGarvey
Scott McGarvey
Mynd: Getty Images
Allardyce ásamt Southgate.
Allardyce ásamt Southgate.
Mynd: Getty Images
Scott McGarvey finnur enn í dag fyrir sekt vegna brottrekstrar Sam Allardyce frá landsliðsþjálfarastöðunni hjá enska landsliðinu árið 2016. Gareth Southgate tók við og hefur stýrt liðinu síðan.

Allardyce var aðeins einn leik í starfi hjá landsliðinu og endaði með 100% sigurhlutfall.

McGarvey kom Allardyce í samband við fyrirtækið Meiran árið 2016. Allardyce sagði á fundi sínum með Meiran frá hlutum sem hann hefði betur sleppt. Á fundinum voru dulbúnir blaðamenn Telegraph.

Sjá einnig: Stóri Sam stunginn í bakið af vini sínum til 30 ára

Þremur dögum síðar var Allardyce rekinn og McGarvey leið hræðilega. Hann hafi verið svikinn og hann sveik vin sinn á sama tíma. Honum hafði verið lofað vel launað starf og glænýjum bíl.

„Ég íhugaði mjög slæma hluti en fjölskyldan var til staðar fyrir mig og bjargaði mér frá því að framkvæma slíka hluti. Þetta var hræðilegt og ég er langt í frá stoltur af mínum gjörðum."

„Alltaf þegar ég sé Southgate stýra enska liðinu hugsa ég hvort þetta hefði ennþá getað verið Allardyce."

„Mér voru boðin góð laun ef ég næði Allardyce á þennan fund og nú talar hann ekki við mig. Hann er ekki tilbúinn," sagði McGarvey í viðtali við Sportsmail.

Grein DailyMail um málið og fleira úr viðtalinu við McGarvey má lesa hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner