lau 09. október 2021 11:00
Aksentije Milisic
Heimild: Vísir.is 
Ísak: Ekki svekktur að byrja á bekkum - Fannst ég hjálpa liðinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson átti flotta innkoma í leik Íslands og Armeníu í gærkvöldi.

Ísak byrjaði leikinn á bekknum en kom inn í hálfleik fyrir Viðar Örn Kjartansson. Ísak var mjög líflegur og var í brennidepli í hvert skipti sem Ísland komst í færi.

Hann jafnaði leikinn á 77. mínútu með góðu marki og var þá jafnframt yngsti leikmaður í sögu landsliðsins sem skorar. Metið tók hann af frænda sínum, Bjarna Guðjónssyni.

„Sá að Albert átti frábæra sendingu yfir á Birki Má sem átti svo geggjaða sendingu á mig inn í markteig, ég tók snertingu og lagði hann í fjær," sagði Ísak um markið í viðtali við Vísi eftir leik í gær.

Var hann ósáttur að byrja leikinn á bekknum?

„„Nei ég er ekkert svekktur yfir því. Ég reyndi að koma inn og gera mitt besta, hjálpa liðinu eins og ég gat. Við náðum ekki að vinna leikinn en mér fannst ég ná að hjálpa liðinu,“ sagði Ísak.

Ísak fékk gult spjald undir lok leiks og verður hann því í banni þegar Ísland mætir Lichenstein á mánudaginn kemur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner